Góðir gistiskálar við rætur Heklu.
![]() |
English INFO
Rjúpnavellir í Landsveit
Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.
Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.
Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.
Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.
Landmannahellir er vinsæll áningarstaður fyrir hestahópa jafnt sem göngufólk, fallegur staður að fjallabaki.
Veiðivötn eru miðstöð veiðimanna, þar er mikið fuglalíf og sérstakt landslag.
Gisting á Rjúpnavöllum
Gisting er í tveimur nýlegum skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi.
Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi.
Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.
Hestafólk.
Frá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn.
Mótorhjólafólk.
Í næsta nágrenni við Rjúpnavelli eru endalausir möguleikar á að finna skemmtilegar leiðir fyrir bæði mótorhjóla- og fjórhjólafólk.
Ferðaþjónustan að Rjúpnavöllum í Landsveit.
Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum er einnig tilvalinn staður fyrir ýmsar uppákomur og tækifæri svo sem vinnufundi, stórafmæli, ættarmót, dagsferðir, kajakferðir og fleira.
Staðsetning Rjúpnavalla í jaðri hálendisins gefur möguleika á skemmtilegri og spennandi vetrarútivist s.s göngum, vélsleða- og jeppaferðum.
Þjónusta:
Frábær sundlaug er í Laugalandsskóla, með pottum og gufu, akstursleið 30 mín. Ýmsar verslanir og þjónusta á Hellu, akstursleið 40 mín.